Franck Ribery, leikmaður Bayern Munchen, er í vetrarfríi þessa stundina og skellti sér á veitingastað í eigu Salt Bae. Salt Bae er þekktur í veitingabransanum en hann hefur tekið á móti fjölmörgum stjörnum síðustu ár.
Ribery keypti sér gullsteik sem kostaði hann þúsund pund sem er gríðarlega há upphæð.
Hann fékk í kjölfarið mikla gagnrýni fyrir þessa peningaeyðslu og segir fólk að peningarnir gætu verið notaðir til að gera góðverk.
Ribery brjálaðist eftir að hafa séð fólk gagnrýna hans lífstíl og setti inn langar færslur á Twitter.
,,Byrjum á öfundsjúka og reiða fólkinu sem kom í heiminn því smokkurinn rifnaði,“ sagði Ribery á meðal annars.
FC Bayern ætlar að sekta Ribery fyrir þessi ummæli en félagið er ekki ánægt með hvernig leikmaðurinn hraunði yfir allt og alla.
,,Til fjandans með móður ykkar, ömmur og alla fjölskylduna. Ég skulda ykkur ekki neitt.“
,,Árangurinn sem ég hef náð er Guði að þakka, sjálfum mér, fjölskyldu og vinum sem höfðu trú á mér.“
No better way to start the year than with a dash of salt and a visit to my Turkish brother ???? #SaltBae #fr7? #ELHAMDOULILLAH??♥️ pic.twitter.com/O5ztj4mueq
— Franck Ribéry (@FranckRibery) 3 January 2019