fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Verður Aron Einar í vandræðum með að troða veskinu í rassvasann? – Spáir því að Jóhann Berg og Alfreð fari

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. janúar 2019 21:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Völva DV er aldrei hrædd við að velta steinum og hún fer vel yfir knattspyrnumenn þegar hún gaf út spá sína fyrir árið 2019 á dögunum.

Þar fjallaði hún um marga af okkar stærstu stjörnum í fótboltanum sem margir eru á faraldsfæti samkvöld völvunni.

Gylfi Þór Sigurðsson.

Kvennalandsliðið flýgur inn á EM

Hún sér þó bara gleði framundan hjá íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. „Liðið lendir í viðráðanlegum riðli í undankeppni EM og mun fara þar á kostum. Þær munu fljúga inn á EM,“ segir völvan.

Frábært ár framundan hjá Gylfa

Gengi íslensku landsliðsmannanna hjá félagsliðum sínum verður líka brokkgengt. „Árið 2019 verður gott ár hjá Gylfa Sigurðssyni. Hann verður potturinn og pannan í leik Everton og mun skora talsvert af mörkum og leggja enn fleiri upp. Þá sé ég að eitt marka hans á eftir að vekja gríðarlega athygli á árinu. Mögulega eitt af mörkum ársins,“ segir völvan.

Aron Einar Gunnarsson.

Jóhann Berg seldur – Aron Einar breytir til

Félagar Gylfa í Englandi verða þó í erfiðleikum.Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða í bullandi fallbaráttu með liðum sínum á þessari leiktíð. Að öllum líkindum munu bæði liðin falla og í framhaldinu sé ég breytingar hjá landsliðsmönnunum. Jóhann Berg mun ganga til liðs við stærra lið í enska boltanum, líklega Leicester eða West Ham. Hann hefur sýnt og sannað að hann á heima á stærsta sviðinu. Skrokkurinn hjá Aroni Einari er aðeins farinn að gefa eftir og hann er ekki spenntur fyrir öðru tímabili í hinni afar erfiðu Championship-deild. Það er í kortunum að hann skipti yfir í lið í veikari deild og á framandi slóðum. Mig dreymdi draum um að hann ætti erfitt með að troða veskinu í rassvasann þannig að líklega er drjúg launahækkun framundan,“ segir völvan.

Jóhann Berg Guðmundsson.

Birkir nærri úrvalsdeildinni

Í staðinn gæti annar landsliðsmaður komist upp í úrvalsdeildina. „Aston Villa mun eiga góðu gengi að fagna í Championship-deildinni og Birkir Bjarnason mun fá veigameira hlutverk undir lokin. Liðið kemst í umspil um sæti í úrvalsdeildina. Ég sé Birki Bjarnason fagna innilega í búningi Villa, liðið kemst því að minnsta kosti í verðmætasta knattspyrnuleik hvers árs. Úrslitaleikinn um sæti í úrvaldsdeildinni.“

Arnór fer til meginlands Evrópu

Stjarna Arnórs Sigurðssonar mun áfram skína skært á árinu og breytingar gætu verið í farvatninu. „Arnór mun stimpla sig inn sem lykilmaður í liðinu og það úti á kanti. Gylfi heldur honum enn um sinn frá sinni eftirlætisstöðu. Þá er hann orðinn lykilmaður hjá CSKA Mosvku og hann mun vekja athygli athygli annarra liða. Hann mun brátt verða seldur frá Moskvu til liðs á meginlandi Evrópu.“

Arnór Sigurðsson

Kolbeinn losnar – Alfreð á faraldsfæti

Völvan segist skynja að það muni rofa til hjá Kolbeini Sigþórsson í byrjun árs. „Þessari martröð hans í Nantes mun senn ljúka. Kolbeinn mun komast í annað lið og mun loksins byrja að spila fótbolta aftur,“ segir völvan. Völvan segist skynja að Alfreð Finnbogason muni færa sig um set á næsta ári og fara í stærra félag en Augsburg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt í fyrsta leiknum á nýjum KR-velli

Besta deildin: Jafnt í fyrsta leiknum á nýjum KR-velli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barcelona selur leikmann til Benfica

Barcelona selur leikmann til Benfica
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Í gær

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“