Cristiano Ronaldo einn besti knattspyrnumaður í heimi síðustu ár er ekki einn af tíu verðmætustu knattspyrnumönnum í heimi.
Þetta kemur fram í úttekt sem KPMG gerði en þar er margt tekið með í reikninginn þegar þetta er reiknað út.
Mohamed Salah er verðmætasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en kantmaður Liverpool er metinn á 151 milljón punda.
Lionel Messi er í þriðja sætinu en það eru þeir félagar frá PSG sem eru í efsta sæti listans.
Kylian Mbappe er í öðru sæti og er hann metinn á 193 milljónir punda en verðmæti Neymar er 206 milljónir punda.
Tíu verðmætustu leikmenn í heimi:
10. Philippe Coutinho, Barcelona: €118.2m (£106.5m)
9. Paul Pogba, Man United: €119.3m (£107.5m)
8. Antoine Griezmann, Atletico Madrid: €125.6m (£113.2m)
7. Kevin De Bruyne, Man City: €129.4m (£116.6m)
6. Eden Hazard, Chelsea: €148.2m (£133.5m)
5. Harry Kane, Tottenham: €151.1m (£136.1m)
4. Mohamed Salah, Liverpool: €168.3m (£151.6m)
3. Lionel Messi, Barcelona: €203.3m (£183.2m)
2. Kylian Mbappe, PSG: €215m (£193.8m)
1. Neymar, PSG: €229.1m (£206.5m)