fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Eiður Smári og Arnar Þór taka við U21 landsliðinu

Victor Pálsson
Föstudaginn 4. janúar 2019 16:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson hafa verið ráðnir sem nýr þjálfarar íslenska U21 landsliðsins.

Þetta staðfesti KSÍ á blaðamannafundi í dag en tvímenningarnir taka við af Eyjólfi Sverrissyni og gera tveggja ára samning.

Eyjólfur var lengi þjálfari U21 landsliðsins en hann tók við árið 2009 og var því við stjórnvölin í tæp tíu ár.

Eið Smára og Arnar ættu allir að þekkja en Eiður er talinn einn allra besti leikmaður í sögu Íslands.

Hann hefur undanfarna mánuði verið að mennta sig í þjálfun og fær nú gullið tækifæri hjá KSÍ.

Eiður lagði skóna á hilluna fyrir um tveimur árum síðan en á að baki leiki fyrir fjölda stórliða í Evrópu.

Hann lék með liðum á borð við Chelsea, Barcelona, Tottenham og Monaco og er reynslan því gríðarleg.

Arnar er eins og Eiður fyrrum landsliðsmaður en hann lék 52 landsleiki frá 1998 til 2007.

Hann hefur undanfarin ár verið búsettur í Belgíu og starfað hjá Lokeren sem aðstoðarþjálfari.

Arnar er nú á heimleið en hann og Eiður störfuðu einnig saman hjá belgíska liðinu Cercle Brugge árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt í fyrsta leiknum á nýjum KR-velli

Besta deildin: Jafnt í fyrsta leiknum á nýjum KR-velli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barcelona selur leikmann til Benfica

Barcelona selur leikmann til Benfica
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Í gær

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“