Cardiff City ætlar að rannsaka það hvort eitthvað sé til i þeim ásökunum sem eru nú á Craig Bellamy þjálfara U18 ára liðs félagsins.
Bellamy er sakaður um að leggja leikmenn í einelti og að þola ekki leikmenn frá Englandi.
Bellamy var stórstjarna í boltanum en hann lék með Liverpool, Manchester City og fleiri liðum.
Cardiff veit af þessum ásökunum en hefur beðið eftir því að starfsmenn snúi til baka úr jólafríi.
Ken Choo sem er stjórnarformaður félagsins mun sjá um rannsókn í málinu en Bellamy verður kallður til fundar á næstu dögum.
Margir foreldrar hafa stigið fram og sakað Bellamy um að leggja börn sín í einelti.