Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, ætlar að senda sína leikmenn í gott frí á næstunni.
Enskir miðlar greina frá þessu í dag en Solskjær mun senda leikmenn sína til Dubai eftir leik gegn Reading þann 5. janúar.
Eftir leikinn í FA bikanrnum fær United átta daga frí og munu leikmenn svo sannarlega nýta sér það.
United spilar við Newcastle í enksu úrvalsdeildinni í kvöld áður en liðið fær Reading í heimsókn.
Það er svo stórleikur á dagskrá við Tottenham þann 13. janúar sem gæti skipt miklu máli fyrir þá rauðu.
Um er að ræða æfingaferð í hitanum í Dubai þar sem leikmenn geta slakað betur á en í rigningunni á Englandi.
Samkvæmt the Daily Mail mun hver nótt í einu herbergi á hótelinu í Dubai kosta United 350 pund eða 40 þúsund krónur.