Manchester United vann góðan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið heimsótti Newcastle.
United var að vinna sinn fjórða leik í röð en liðið hafði betur 2-0 með mörkum frá Romelu Lukaku og Marcus Rashford.
Chelsea missteig sig á heimavelli á sama tíma er liðið fékk Southampton í heimsókn.
Chelsea var mun sterkari aðilinn á heimavelli í kvöld en tókst ekki að koma boltanum í netið og markalaust jafntefli niðurstaðan.
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn með liði Burnley sem gerði góða ferð til Huddersfield og vann 2-1 sigur.
Fjörugasti leikur kvöldsins var á Vitality Stadium þar sem Bournemouth gerði 3-3 jafntefli við Watford.
Crystal Palace vann þá flottan 2-0 útisigur á Wolves á meðan West Ham og Brighton gerðu 2-2 jafntefli.
Newcastle 0-2 Manchester United
0-1 Romelu Lukaku(64′)
0-2 Marcus Rashford(80′)
Chelsea 0-0 Southampton
Huddersfield 1-2 Burnley
1-0 Steve Mounie(33′)
1-1 Chris Wood(40′)
1-2 Ashley Barnes(74′)
Bournemouth 3-3 Watford
0-1 Troy Deeney(14′)
0-2 Troy Deeney(27′)
1-2 Nathan Ake(34′)
2-2 Callum Wilson(37′)
2-3 Ken Sema(38′)
3-3 Ryan Fraser(40′)
West Ham 2-2 Brighton
0-1 Dale Stephens(56′)
0-2 Shane Duffy(58′)
1-2 Marko Arnautovic(66′)
2-2 Marko Arnautovic(68′)
Wolves 0-2 Crystal Palace
0-1 Jordan Ayew(83′)
0-2 Luka Milivojevic(víti, 94′)