Það muna margir eftir sóknarmanninum Adel Taarabt sem spilaði lengi vel á Englandi.
Taarabt á leiki að baki fyrir lið eins og Tottenham, Queens Park Rangers og Fulham.
Hann hefur þá einnig spilað fyrir ítalska stórliðið AC Milan en hann stoppaði þar stutt á láni árið 2014.
Undanfarin fjögur ár hefur Taarabt spilað með Benfica í Portúgal en hefur ekki fengið einn deildarleik með aðalliðinu.
Hann hefur þess í stað spilað með varaliði félagsins en hegðun hans utan vallar hafa komið honum í vandræði.
Nú er talað um það að Taarabt sé á leið aftur til Englands til að spila fyrir QPR á nýjan leik.
Hann er frægastur fyrir fimm ára dvöl sína hjá félaginu frá 2010 til 2015 þar sem hann stóð sig mjög vel.
Taarabt er 29 ára gamall í dag og var í láni hjá Genoa á Ítalíu á síðustu leiktíð.