Luke Shaw bakvörður Manchester United eyddi tæpri milljón í gjafir fyrir starfsfólkið á æfingasvæði Manchster United.
Shaw keypti svakalegar körfur með mat og vín fyrir rúmlega 30 starfsmenn sem eru á æfingasvæðinu.
Þetta kostaði Shaw rúmlega 6 þúsund pund en bakvörðurinn þénar um 165 þúsund pund á viku.
Shaw færði fólkinu þessar gjafir fyrir áramótin en Shaw er 23 ára gamall.
Hann krotaði undir nýjan fimm ára samning við félagið en Shaw hefur gert þetta árlega fyrir starfsfólk félagsins.