fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
433Sport

Viðurkennir að hann hafi aldrei verið eins og Ronaldo – ,,Fór í fótbolta í gær og kafnaði næstum vegna reykinga“

Victor Pálsson
Mánudaginn 24. september 2018 18:14

Það eru ekki allir knattspyrnumenn jafn metnaðarfullir og Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus.

Ronaldo er þekktur fyrir það að vera mjög metnaðarfullur og hugsar um fátt annað en að vinna og að vera í sínu besta standi.

Það sama má ekki segja um fyrrum framherjann Dani Osvaldo sem hefur lagt skóna á hilluna.

Osvaldo var góður leikmaður á sínum tíma og spilaði með liðum eins og Roma, Sampdoria, Inter og Boca Juniors. Hann var einnig í ítalska landsliðinu.

Osvaldo reyndi fyrir sér í fótbolta með vinum sínum í gær en átti á endanum í erfiðleikum með að anda vegna reykinga.

,,Ég er ekki mikill aðdáandi morgnanna. Ég reyki mikið og fór í fótbolta í gær með vinum mínum og kafnaði næstum því,“ sagði Osvaldo.

,,Cristiano Ronaldo fer heim og gerir 150 armbeygjur en mér finnst skemmtilegra að undirbúa grillveislur.“

,,Fótboltinn gaf mér tækifæri á að hjálpa fjölskyldunni minni og að þéna mikið og ég þarf ekki að vinna aftur.“

,,Hann breytti mínu lífi en tók einnig frelsið frá mér og ég get ekki gefið það upp. Ég elska samt ennþá fótbolta, ég get ekki neitað því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
433Sport
Í gær

Lineker vill breyta leikreglunum: Hver er tilgangurinn með þessu?

Lineker vill breyta leikreglunum: Hver er tilgangurinn með þessu?
433Sport
Í gær

Arnór og Hörður á meðal þeirra bestu í Evrópu – Magnað afrek í gær

Arnór og Hörður á meðal þeirra bestu í Evrópu – Magnað afrek í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjölskylda Arnórs var mætt á sögufrægar slóðir þegar Íslendingurinn varð heimsfrægur

Fjölskylda Arnórs var mætt á sögufrægar slóðir þegar Íslendingurinn varð heimsfrægur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Íslendingarnir eru að valta yfir Real Madrid – Sjáðu frábært mark Arnórs

Íslendingarnir eru að valta yfir Real Madrid – Sjáðu frábært mark Arnórs
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dóttir Maradona fær að heyra það – Svarar með því að sýna á sér rassinn

Dóttir Maradona fær að heyra það – Svarar með því að sýna á sér rassinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Patrick Pedersen líklega að fara frá Val: Í læknisskoðun í Moldavíu – Óttar Magnús æfir með Val

Patrick Pedersen líklega að fara frá Val: Í læknisskoðun í Moldavíu – Óttar Magnús æfir með Val
433Sport
Fyrir 3 dögum

Salah kom Liverpool í 16-liða úrslit – Tottenham gat treyst á Inter og fer áfram

Salah kom Liverpool í 16-liða úrslit – Tottenham gat treyst á Inter og fer áfram
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndirnar: Átti Van Dijk að fá beint rautt?

Sjáðu myndirnar: Átti Van Dijk að fá beint rautt?