fbpx
433Sport

Fer Skagamaðurinn í sögubækurnar í kvöld?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 08:44

Arnór Sigurðsson getur skráð sig í sögubækurnar í íslenskri knattspyrnu í kvöld þegar CSKA Moskva mætir Vikt­oria Plzen í Meistaradeildinni. Mbl.is segir frá.

Arnór getur orðið yngsti leikmaðurinn í sögu okkur Íslendinga til að spila í þessari stærstu keppni í heimi.

Arnór var keyptur til CSKA á dögunum frá Norköpping í Svíþjóð, félagið borgaði um 4 milljónir evra fyrir hann.

Arnór er aðeins 19 ára gamall en hann á eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir þetta sögufræga félag.

Kolbeinn Sigþórsson er sá yngsti sem hefur spilað í Meistaradeildinni, Kolbeinn var 21 árs þegar hann lék með Ajax í Meistaradeildinni. Hann kom þá við sögu gegn Lyon og Real Madrid.

Skagamaðurinn knái hefur því góðan tíma til að bæta það met en það gæti gerst í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 5 dögum

Ísland fékk sjö mörk á sig í Árbænum

Ísland fékk sjö mörk á sig í Árbænum
433Sport
Fyrir 5 dögum

Sjáðu atvikið: Þegar Aron Einar bombaði svo fast að Auðunn Blöndal datt í jörðina

Sjáðu atvikið: Þegar Aron Einar bombaði svo fast að Auðunn Blöndal datt í jörðina