fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Þess vegna getur íslenska liðið átt von á góðum stuðningi Rússa á áhorfendapöllunum gegn Króatíu

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. júní 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búast má við því að þeir fjölmörgu Rússar sem verða á áhorfendapöllunum á leik Íslands og Króatíu munu fylkja sér bak við íslenska liðið.

Ástæðan er nokkuð einföld; þrír leikmenn íslenska liðsins spila með liði FC Rostov en það spilar heimaleiki sína á Rostov Arena, sama velli og leikur Íslands og Króata fer fram á. Umræddir leikmenn eru þeir Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson og er þeir í miklum metum hjá heimamönnum í Rostov.

„Ísland er þeirra annað lið. Ég held að við getum átt von á mjög góðum stuðningi frá Rússunum,“ segir Ragnar Sigurðsson í viðtali við spænska blaðið Marca.

Aðeins fjórtán leikmenn – utan leikmannahóps rússneska liðsins – á HM spila með rússneskum liðum og því er tenging íslenska liðsins við Rússland meiri en gengur og gerist. Rússarnir höfðu þó ákveðna ástæðu til að styðja við nígeríska liðið gegn Íslandi á dögunum en fyrirliði Nígeríu, John Obi Mikel, á rússneska kærustu.

„Það eru allir mjög almennilegir við okkur, á hótelinu sem og annars staðar. Rússarnir styðja okkur, ég veit ekki hvers vegna, en kannski er það vegna þess að kærasta mín er rússnesk,“ segir John Obi Mikel.

Ísland þarf á sigri gegn Króatíu að halda og það væri ekki ónýtt að fá stuðning frá þeim fjölmörgu Rússum sem verða á áhorfendapöllunum í Rostov á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu