fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
433Sport

Þetta þarf að gerast svo Ísland fari áfram í 16-liða úrslit

Victor Pálsson
Föstudaginn 22. júní 2018 18:48

Íslenska landsliðið á enn möguleika á að komast í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins í Rússlandi.

Ísland mætti Nígeríu í öðrum leik riðlakeppninnar í dag en það voru þeir grænu sem höfðu betur 2-0.

Nígería er með þrjú stig í öðru sæti riðilsins fyrir lokaumferðina en Króatía sigur á toppnum með sex stig.

Ísland er svo í þriðja sæti riðilsins með eitt stig eftir tvo leiki, jafn mörg stig og Argentína sem er sæti neðar.

Markatala Íslands er þó betri eða -2 gegn markatölunni -3 hjá Argentínu en liðið tapaði 3-0 gegn Króatíu í gær.

Það þarf mikið að gerast svo Ísland komist í útsláttarkeppnina en við þurfum að treysta á að Argentína vinni Nígeríu, þó ekki með of mörgum mörkum.

Ísland þarf á sama tíma að vinna Króatíu en það er hægara sagt en gert miðað við spilamennsku þeirra á mótinu.

Markatalan gæti skipt öllu máli en ef Argentína vinnur til að mynda Nígeríu 3-0 og við vinnum Króatíu 1-0 þá fara Argentínumenn áfram á betri markatölu.

Ísland þarf að treysta á sigur gegn Króatíu og vona að Argentína vinni Nígeríu en með færri mörkum en Ísland skorar gegn Króötum.

Ef markatalan er jöfn er farið eftir hvað liðin skoruðu mörg mörk í riðlakeppninni en ef sú tala er jöfn er farið eftir innbyrðis viðureignum. Ef allt er jafnt þá mun FIFA draga um hvaða lið fer áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

ESPN: Pochettino er maðurinn sem United vill til starfa næsta sumar

ESPN: Pochettino er maðurinn sem United vill til starfa næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu Mourinho mæta til vinnu í morgun: Vissi ekki að hann yrði rekinn 44 mínútum síðar – Örlagaríkt simtal seint í gærkvöldi

Sjáðu Mourinho mæta til vinnu í morgun: Vissi ekki að hann yrði rekinn 44 mínútum síðar – Örlagaríkt simtal seint í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal tapaði loksins leik – Tæpt hjá Chelsea

Arsenal tapaði loksins leik – Tæpt hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elmar ræðir leikinn sem enginn vill muna eftir: Ég hef aldrei upplifað þetta áður

Elmar ræðir leikinn sem enginn vill muna eftir: Ég hef aldrei upplifað þetta áður