,,Þetta er öðruvísi,“ sagði Paul Pogba miðjumaður Manchester United um hvaða breyting er hjá Ole Gunnar Solskjær eftir að hann tók við af Jose Mourinho.
Mourinho og Pogba voru ekki vinir og var miðjumaðurinn glaður að sjá hann fara. Pogba hefur verið frábær eftir að Mourinho fór og skorað fjögur mörk í þremur leikjum.
Undir lok tíma Mourinho fór hann að tala um Pogba sem vírusinn í hópnum.
,,Við unnum nú leiki með gamla stjóranum en þetta er allt annar stíll hjá okkur. Við viljum sækja meira, við sköpum fleiri færi, við spilum hærra á vellinum.“
,,Við vildum sækja, Ole Gunnar vill sækja, það er það sem við erum að gera. Kannski höfum við áttað okkur á því að við erum Manchester United og eigum að vera á toppnum.“
,,Þú sérð hvernig leikmenn eru, það eru allir að njóta sína og það er það sem við þurfum.“