fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Skúrkar ársins 2018

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. desember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið stutt á milli hláturs og grátur í fótbolta, líkt og í öðrum íþróttum. Smáatriði geta skorið úr um hvort þú verður hetja eða skúrkur. Knattspyrnuárið hefur verið skemmtilegt að flestu leyti, íslenskir aðdáendur fengu að upplifa heimsmeistaramótið í fyrsta sinn, úrslitin hefðu mátt vera betri en flestir taka það með sér í sumarlandið að hafa upplifað stærsta sviðið. Erlendis gekk mikið á en eins og alltaf, er íslenskt knattspyrnuáhugafólk mikið að fylgjast með enskum fótbolta, þar hefur margt og mikið gerst. Hetjur og skúrkar verða til á hverju ári, hverjir sköruðu fram úr og hverjir áttu vont ár.

Skúrkar ársins 2018:


Lloris Karius
Markvörðurinn frá Þýskalandi átti eitt eftirminnilegasta atvik ársins 2018 í fótboltanum. Ætla má að Karius sé enn að hugsa um mistök sín fyrir Liverpool í úrslitum meistaradeildarinnar í maí. Þar gerðist markvörðurinn sekur um dómgreindarleysi sem reyndist Liverpool dýrkeypt. Liverpool hefur ekki unnið stóran titil í mörg ár og þarna sáu stuðningsmenn félagsins möguleika á einum slíkum. Karius var orðinn fyrsti kostur í mark Liverpool en þessi mistök urðu til þess að honum var sparkað burt frá félaginu í sumar, dýrkeypt mistök fyrir alla aðila.

Erik Hamren:
Byrjunin fyrir sænska þjálfarann með íslenska landsliðið hefur verið hreint hræðileg, sex leikir og ekki einn sigur. Svakalegur skellur í hans fyrsta leik gegn Sviss og liðið hefur ekki jafnað sig af því. Hamren hefur hins vegar verið óheppinn. Honum hefur aldrei tekist að fá alla bestu leikmenn liðsins saman og það munar um það. Hamren fékk erfiða byrjun og frammistaðan á köflum var afar slæm. Hamren þarf að eiga góða byrjun á nýju ári ef hann ætlar að ekki að missa starf sitt nokkuð fljótt og örugglega.

Jose Mourinho:
Bikaróði Portúgalinn missti tökin á sínu liði, Manchester United, árið 2018. Það gerði hann svo rækilega að hann var rekinn seint í desember eftir hörmulega spilamennsku hjá sigursælasta félagi Englands. Mourinho var í vondu skapi stærstan hluta ársins. Liðið féll úr leik í 16 liða úrslitum meistaradeildarinnar gegn Sevilla, tapaði í bikarúrslitum gegn Chelsea og eftir það fór allt í vitleysu. Mourinho var í stríði við bestu leikmenn liðsins og örlög hans voru ráðin. Mourinho getur þó huggað sig við uppsagnarbréfið en með því fylgdu nokkrir milljarðar í vasa hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tjáir sig um stöðu Isak – Stór ákvörðun framundan

Tjáir sig um stöðu Isak – Stór ákvörðun framundan
433Sport
Í gær

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni
433Sport
Í gær

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu
433Sport
Í gær

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum
433Sport
Í gær

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“