Manchester United 4-1 Bournemouth
1-0 Paul Pogba(5′)
2-0 Paul Pogba(33′)
3-0 Marcus Rashford(45′)
3-1 Nathan Ake(45′)
4-1 Romelu Lukaku(72′)
Manchester United elskar fátt meira en að skora mörk þessa dagana eftir komu Ole Gunnar Solskjær.
United skoraði fimm gegn Cardiff í fyrsta leik Solskjær og þrjú í öðrum leiknum gegn Huddersfield.
Liðið skoraði svo önnur fjögur mörk í dag er liðið vann öruggan 4-1 heimasigur á Bournemouth.
Paul Pogba er heitur fyrir framan markið þessa dagana og skoraði hann tvennu í sigrinum.
Þeir Marcus Rashford og Romelu Lukaku komust einnig á blað. Nathan Ake gerði eina mark Bournemouth.