fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Það sem leikmenn United gerðu við Ronaldo – Varð einn sá besti útaf þessu

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. desember 2018 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur útskýrt hvað gerði Cristiano Ronaldo að svo góðum leikmanni.

Ronaldo kom til United sem táningur frá Portúgal en hann var oft mjög hrokafullur með boltann og hikaði ekki við að gera lítið úr öðrum leikmönnum.

Það tóku reynsluboltar United ekki vel í og segir Giggs að Ronaldo hafi oft fengið að finna fyrir því á æfingum.

,,Þegar hann kom fyrst til Manchester United þá var hann að sýna of mikil brögð á vellinum og skilaði ekki nógu miklu,“ sagði Giggs.

,,Um leið og hann hætti því þá byrjaði hann að skora mörk og leggja upp en gat kveikt á töfrunum þegar hann þurfti.“

,,Hann var ungur þegar hann kom, hann var 18 ára gamall og var enn að læra. Þetta var erfiður skóli að koma í, hann var að leika sér of mikið með boltann.“

,,Ef hann ákvað að taka of margar snertingar á æfingum þá var sparkað í hann.“

,,Hann þurfti að þroskast mjög snögglega og hann gerði það svo sannarlega og varð einn besti leikmaður heims.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Karlremban gat ekki setið á sér – Fær yfir sig holskeflu af gagnrýni

Karlremban gat ekki setið á sér – Fær yfir sig holskeflu af gagnrýni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Orðaðir við Messi en forsetinn segir skiptin ómöguleg

Orðaðir við Messi en forsetinn segir skiptin ómöguleg
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu mismunandi sjónarhorn af umtalaða atvikinu í Úlfarsárdal

Sjáðu mismunandi sjónarhorn af umtalaða atvikinu í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Real sagt ætla að fá Saliba í sumar – Hann staðfestir viðræður við Arsenal

Real sagt ætla að fá Saliba í sumar – Hann staðfestir viðræður við Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Miður sín þegar hann frétti af brottför Rashford – ,,Svo, svo leiður“

Miður sín þegar hann frétti af brottför Rashford – ,,Svo, svo leiður“