Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, er staddur í Dubai þessa stundina þar sem hann er í fríi.
Leikmenn spænsku úrvalsdeildarinnar eru í fríi þessa stundina en það er vetrarfrí í gangi í deildinni.
Hann birti mynd af sér í Dubai í gær og segir staðinn vera einn þann fallegasta sem hann hefur séð.
Stuðningsmaður Liverpool ákvað að skjóta á Courtois eftir færsluna: ,,Þú getur samt ekki haldið hreinu,“ skrifaði stuðningsmaðurinn.
Courtois samdi við Real frá Chelsea í sumar en hefur ekki þótt vera upp á sitt besta sem og aðrir leikmenn liðsins.
Belginn svaraði fyrir sig og minnti stuðningsmanninn á það að Liverpool væri enn ekki búið að afreka það að vinna ensku úrvalsdeildina.
Það er aldrei að vita hvort það breytist í maí en Liverpool er á toppnum þessa stundina.