Nú er í gangi leikur Liverpool og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en síðari hálfleikur var að hefjast.
Staðan er 4-1 fyrir Liverpool þessa stundina en Arsenal komst yfir áður en Liverpool tók öll völd á vellinum.
Síðasta mark Liverpool skoraði Mohamed Salah úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.
Sokratis, varnarmaður Arsenal, gerðist brotlegur innan teigs en hann var mjög óánægður með Salah.
Þegar búið var að flauta fyrri hálfleikinn af þá reyndi Sokratis að finna Salah og lét hann heyra það og ásakaði hann um leikaraskap.
Virgil van Dijk, liðsfélagi Salah, blandaði sér þá í málið og sagði Sokratis að láta félaga sinn í friði.
Úr því varð smá rifrildi eins og má sjá hér fyrir neðan.
Sokratis did NOT want that smoke. pic.twitter.com/rZBrNRTvpy
— Lucas (@GalleyGreenwood) 29 December 2018