Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var nálægt því að gráta í kvöld er hann horfði á sína menn vinna Arsenal 5-1.
Klopp talar um atvik sem átti sér stað í síðari hálfleik er Roberto Firmino skoraði sitt þriðja mark í leiknum úr vítaspyrnu.
Mohamed Salah er vanur að taka vítaspyrnur Liverpool en gaf Firmino boltann svo hann gæti fullkomnað þrennu sína.
,,Þetta var villtur leikur en við spiluðum mjög vel og strákarnir gerðu það sem við vildum gera,“ sagði Klopp.
,,Þeir voru mikið að nota langa bolta og þeir pressa mjög vel svo við þurftum að vera svolítið villtir líka.“
,,Við vissum að leikurinn væri ekki búinn í síðari hálfleik. Arsenal getur alltaf svarað fyrir sig og við vildum hafa meiri stjórn.“
,,Þegar Mo gaf Bobby boltann í vítaspyrnunni fór ég næstum að gráta. Við vitum öll hvað Mo elskar að skora mörk en hann gaf vini sínum boltann.“