Poppstjarnan Bebe Rexha er reið þessa dagana en hún birti nokkrar færslur á Instagram síðu sína í dag.
Þar greinir Rexha frá því að ónefndur knattspyrnumaður sé reglulega að senda sér óviðeigandi skilaboð.
Rexha er ansi vinsæl söngkona í Bandaríkjunum og er með sjö milljónir fylgjenda á Instagram.
Hún nafngreinir þennan knattspyrnumann ekki en segir að hann sé giftur og eigi þrjú börn.
Ef skilaboðin halda áfram að koma þá eru góðar líkur á því að Rexha greini frá því hver maðurinn sé.
,,Láttu mig í friði,“ skrifar Rexha á meðal annars og biður hann vinsamlegast um að hætta að senda sér skilaboð.
Það er óvíst hvaða leikmann hún er að tala um eða hvort hann spili í Bandaríkjunum eða í Evrópu.
Rexha segir að maðurinn stundi það að halda framhjá eiginkonu sinni og vill ekkert með hann hafa.
Færslur hennar má sjá hér fyrir neðan.