Luke Shaw, leikmaður Manchester United, hafði ekki hugmynd um það að Jose Mourinho hafi verið rekinn frá félaginu fyrr en hann heyrði kærustu sína öskra er hann var í sturtu heima hjá sér.
Mourinho var rekinn frá United fyrr í mánuðinum en hann var lengi orðaður við sparkið áður en ákvörðunin var tekin.
Shaw byrjaði daginn mjög eðlilega og fékk svo að vita af brottrekstri Mourinho í sturtunni.
,,Sannleikurinn? Kærastan mín sagði mér frá fréttunum,“ sagði Shaw í samtali við Sky Sports.
,,Ég vaknaði um morguninn, fór í sturtu og hún hljóp inn í herbergið og sagði mér frá þessu.“
,,Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég kíkti ekki á símann eða neitt. Svona fann ég þetta út, kærastan sagði mér fréttirnar.“