Liverpool 5-1 Arsenal
0-1 Ainsley Maitland-Niles(11′)
1-1 Roberto Firmino(14′)
2-1 Roberto Firmino(16′)
3-1 Sadio Mane(32′)
4-1 Mohamed Salah(víti, 45′)
5-1 Roberto Firmino(víti, 65′)
Liverpool er nú með níu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leik gegn Arsenal í dag.
Tottenham tapaði óvænt gegn Wolves á heimavelli fyrr í dag og gat Liverpool því tekið risastórt skref í átt að titlinum með sigri.
Arsenal byrjaði leikinn í kvöld vel og komst yfir snemma leiks með marki frá Ainsley Maitland-Niles.
Liverpool svaraði strax fyrir sig með tveimur mörkum en það var Roberto Firmino sem skoraði þau bæði.
Sadio Mane og Mohamed Salah bættu svo við tveimur fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 4-1 eftir fyrri hálfleikinn.
Firmino fullkomnaði svo þrennu sína úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og gulltryggði Liverpool öruggan 5-1 sigur.