Mauricio Pochettino er mikið orðaður við Manchester United þessa dagana en félagið leitar að nýjum stjóra.
Nýr stjóri verður ráðinn í lok tímabils en Ole Gunnar Solskjær mun þjálfa liðið næstu sex mánuðina.
Pochettino hefur náð frábærum árangri með Tottenham og er talinn vera efstur á óskalista United.
Það var hiti á blaðamannafundi í dag er fréttamaður ætlaði að spyrja Pochettino út í möguleg skipti til United.
Fjölmiðlafulltrúi Tottenham steig þá inn í og bannaði blaðamanninum að spyrja þessa spurningu.
Þá hófst rifrildi á milli þeirra tveggja en Pochettino sat rólegur og hlustaði á þá ræða málin.
Atvikið má sjá hér.
Video: Tottenham PR officer not allowing a journalist to ask Pochettino about #mufc #mulive [sky] pic.twitter.com/DilDnEKn2j
— utdreport (@utdreport) 20 December 2018