fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Þorvaldur nálægt því að komast til Manchester – Tók heimskulega ákvörðun

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. desember 2018 13:00

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Þorvaldur Örlygsson þjálfari U19 ára landsliðs karla.

Þorvaldur hefur átt áhugaverðan feril, fyrst sem leikmaður og þjálfari.

Þorvaldur samdi við lið Oldham árið 1995 en hann hafði fyrir það leikið með Stoke City í tvö ár.

Oldham var alls ekki fyrsti kostur Þorvalds en tvö önnur lið voru nálægt því að kaupa hann frá Stoke.

Þau skipti gengu hins vegar ekki upp en Birmingham og Manchester City voru þau lið sem sýndu áhuga.

Því miður fyrir Þorvald þá endaði hann hjá Oldham í þriðju efstu deild, eitthvað sem hann sér mikið eftir. Hann lék með liðinu í fjögur ár.

,,Ég er búinn með samninginn hjá Stoke og vildi ekki vera áfram hjá þeim. Bosman reglan var ekki komin en kom svo ári seinna,“ sagði Þorvaldur.

,,Ég ákvað að breyta til og var búinn að semja við Birmingham City. Barry Fry var framkvæmdarstjóri, mjög undarlegur maður.“

,,Ég hitti hann í Blackpool á fundi og við komumst að samkomulagi. Þetta er fyrir tímabilið.“

,,Ég keyri til Birmingham og er á leiðinni inn á völlinn og umboðsmaðurinn er að koma og við erum að fara skrifa undir.“

,,Um leið og ég tek í hurðarhúninn á vellinum þá er díllinn off. Það kemur eitthvað upp á og ég fer upp í bíl og keyri heim.“

,,Svo í næsta díl þá var ég á leið norður að reyna að semja og það gekk ekki upp. Þannig ég var áfram hjá Stoke þar til um áramótin.“

,,Svo kom Oldham og vill kaupa og það var komin heimskuleg kergja hjá mér og Lou Macari, þetta var orðið þreytt.“

,,Þá sem ég við Oldham og það fer í dómstóla því þau gátu ekki samið um verð. Það var náttúrulega mjög heimskuleg ákvörðun að fara til Oldham. Það var ekki góður flutningur.“

,,Ég var á leið til Manchester City. Það var ekki sama Manchester City og í daga þakka þér fyrir,“ sagði Þorvaldur svo aðspurður að því hvert annað liðið væri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Í gær

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Í gær

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar