fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Fær milljónir fyrir að spila fótbolta en er ótrúlegur í tölvuleikjum – Sigraði atvinnumann

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. desember 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willy Boly, leikmaður Wolves á Englandi, er mjög öflugur í tölvuleiknum vinsæla FIFA sem gefinn er út á hverjum ári. Leikurinn snýst um það eina að spila knattspyrnu.

Wolves er með tvo atvinnumenn í leiknum á samningi þá Torin Page og Flavio Brito sem eru afar góðir í leiknum og spila fyrir hönd Wolves í rafíþróttum.

Þeir mættu á æfingasvæði Wolves á dögunum og fengu að spila við þá Matt Doherty og einmitt Boly.

Doherty tapaði fyrir Brito nokkuð sannfærandi en Boly kom öllum á óvart og vann atvinnumanninn Page.

Doherty viðurkennir að hann hafi ekki vitað af þessum hæfileikum samherja síns sem er augljóslega mjög góður spilari.

,,Kannski er möguleiki á öðrum ferli fyrir Boly, hann gæti skrifað undir tvo samninga hjá Wolves,“ sagði Doherty.

,,Hann hlýtur að spila FIFA mjög mikið í sínum frítíma. Ég held að hinn spilarinn hafi ekki náð skoti á markið.“

,,Þetta hlýtur að hafa verið góð tilfinning því ég held að Boly spili ekki eins mikið og atvinnumaðurinn sem spilar í níu til tíu klukkutíma á dag – þetta er starfið hans.“

,,Þetta hefur alveg farið framhjá okkur. Við vissum ekki að Boly spilaði FIFA.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Í gær

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Í gær

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar