fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Þurfti að ferðast 450 kílómetra á dag: Erfiðasta ár sem ég hef upplifað

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. desember 2018 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Snodgrass, leikmaður West Ham, fékk skýr skilaboð frá Manuel Pellegrini, stjóra liðsins í sumar.

Snodgrass mætti til æfinga of þungur eftir komu Pellegrini en hann lék með Aston Villa á síðustu leiktíð í láni.

Snodgrass hefur nú útskýrt af hverju hann mætti í slæmu standi til baka en hann þurfti að ferðast mikið hjá Villa. Snodgrass er búsettur í London en Villa er staðsett í Birmingham.

,,Ég sagði við þjálfarann: ‘Þú mátt prófa að ferðast frá London til Birmingham, borða á ferðinni og á sama tíma halda jöfnu mataræði!’ sagði Snodgrass.

,,Ég var að ferðast næstum því 450 kílómetra á dag. Ég kom alls staðar við í landinu.“

,,Ég var í láni á síðustu leiktíð og það var erfitt að koma fyrir einhverri rútínu. Þetta var örugglega erfiðasta ár sem ég hef upplifað.“

,,Ég reyndi að vera fjölskyldumaður og knattspyrnumaður á sama tíma, það er mjög erfitt.“

,,Ég sagði við hann: ‘Ég mun gefa allt í sölurnar, gefðu mér bara tækifæri og ég mun grípa það – Ef ekki þá kenni ég sjálfum mér um.’

,,Planið var aldrei að koma hingað og taka bara þátt. Ég vildi vera partur af liðinu og vinna fyrir mínum launum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Í gær

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Í gær

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi