Paul Gascoigne, fyrrum landsliðsmaður Englands, er virkur á samskiptamiðlum og þá sérstaklega á Twitter.
Gascoigne hefur komist í fréttirnar undanfarnar vikur en hann var fyrr á árinu ásakaður um að hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi.
Nú er önnur kona sem ásakar Gascoigne um að hafa sent sér ansi dónaleg og ógnvekjandi skilaboð í gegnum Twitter.
Konan birti myndir af skilaboðum Gascoigne þar sem hann á að hafa boðið henni pening í skiptum fyrir kynlíf.
Konan segir að Gascoigne hafi viljað hitta sig á hóteli í London og ætlaði að ‘gera vel við sig’.
Nú hefur þessi fyrrum knattspyrnumaður svarað fyrir sig og segir að aðgangur sinn á Twitter hafi verið ‘hakkaður’.
Gascoigne segir að einhver hafi komist inn á sinn reikning og byrjað að senda fjölmörgum skilaboðum á hans nafni.
Einnig segir hann að lögreglan sé að rannsaka málið og ætlar nú að breyta símanúmeri sínu til að koma í veg fyrir frekari vandamál.
Hér má sjá skilaboðin sem og svar Gascoigne.
Just want2say thanks2the clever prick who got in2 my twitter account&started tweeting people randomly,&texting not sure how many,Ive my account back,that’s why I tweeted my picture,ive the police investigating this&its not the 1st time&ive got2change my mobile number again FFS?x
— Paul Gascoigne (@Paul_Gascoigne8) 29 November 2018