fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
433Sport

Kynferðislegt ofbeldi í kvennalandsliðinu – ,,Mættu óboðnir í herbergin og sváfu hjá stelpunum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. nóvember 2018 21:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðlimir afganska knattspyrnusambandsins eru partur af rannsókn FIFA þessa stundina eftir ásakanir frá leikmönnum afganska kvennalandsliðsins.

The Guardian fjallar ítarlega um málið á heimasíðu sinni í dag en forseti sambandsins, Keramuudin Karim er á meðal þeirra sem þurfa að svara fyrir sig.

Guardian hefur rætt við heimildarmenn sem eru nátengdir leikmönnum kvennalandsliðsins en tvö atvik eru nú komin upp á yfirborðið.

Ofbeldi átti sér stað í höfuðstöðvum knattspyrnusambandsins sem og í æfingabúðum í Jórdaníu í byrjun árs.

Khalida Popal. fyrrum formaður kvennadeildarinnar, þurfti að flýja til Danmerkur árið 2016 vegna ástandsins í landinu og hún ræddi við Guardian ásamt leikmönnunum Shabnam Mobarez og Mina Ahmadi.

Engin svör hafa fengist frá afganska knattspyrnusambandinu að svo stöddu en FIFA hefur staðfest að rannsókn sé í gangi og hefur leitað til Sameinuðu þjóðanna í leit að sönnungargögnum.

,,Þetta var mjög erfitt fyrir okkur, að búa í landinu, að tala um þessa hluti því þessir menn eru með mikil völd. Ef leikmaður búsettur í Afganistan tjáir sig þá á sá leikmaður í hættu á að verða drepinn,“ sagði Popal í samtali við Guardian en hún hafði skipulagt æfingaferðir fyrir liðið í Jórdaníu, Japan og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

,,Þeir sendu tvo menn sem voru með titilinn ‘yfirmaður kvenna knattspyrnunnar’ og ‘aðstoðarþjálfarinn’.

,,Þeir lögðu leikmenn í einelti og áreittu stelpurnar, sérstaklega þær sem voru frá Afganistan því þeir vissu að þær gætu ekki talað um málið. Ég stóð í þeim og sagði þeim að ég myndi senda inn kvörtun.“

,,Þetta hélt samt áfram. Þessir menn fóru í herbergi stúlknanna og sváfu hjá þeim. Starfsmenn sambandsins sögðu stelpunum að þær myndu fá pláss á leikmannalistanum og 100 pund á mánuði ef þær myndu samþykkja allt. Þeir neyddu stelpurnar í þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Seldur eftir mislukkað ár í London

Seldur eftir mislukkað ár í London
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle komið í bílstjórasætið eftir vendingar í dag?

Newcastle komið í bílstjórasætið eftir vendingar í dag?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýtt nafn í umræðuna eftir að Isak-kapallinn fór af stað

Nýtt nafn í umræðuna eftir að Isak-kapallinn fór af stað
433Sport
Í gær

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum
433Sport
Í gær

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli
433Sport
Í gær

Nunez gæti spilað í Evrópu í vetur

Nunez gæti spilað í Evrópu í vetur
433Sport
Í gær

Gráðugur Vinicius hafnaði boði Real – Vill fá meiri pening

Gráðugur Vinicius hafnaði boði Real – Vill fá meiri pening