Það fór fram hörkuleikur í Bose-mótinu í gær er Breiðablik og HK áttust við í Kórnum.
Um var að ræða undanúrslit mótsins en sigurliðið myndi spila við KR í úrslitaleiknum. Það voru þeir grænu sem höfðu betur að lokum en boðið var upp á skemmtilegan sjö marka leik.
Fyrri hálfleikur var meiri skemmtun en Blikar voru 4-2 yfir eftir fyrstu 45. Liðið bætti svo við fimmta markinu í síðari hálfleik. Það er því ljóst að Blikar munu spila við KR í úrslitum mótsins. HK spilar við Stjörnuna í leiknum um bronsið.
Leikurinn var styrktarleikur, Bjarki Már Sigvaldson hefur undanfarin sex ár háð erfiða baráttu við krabbamein og nú segja læknar að ekkert sé við ráðið og hann eigi stutt eftir. Kópavogsfélögin HK og Breiðablik vilja taka höndum saman með því að tileinka Bjarka Má og fjölskyldu leikinn og vonast til þess að Kópavogsbúar og aðrir gestir komi í Kórinn og styrki Bjarka og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum.
Bjarki fékk þau skilaboð á dögunum að hann ætti aðeins nokra mánuði eftir en hann og Ástrós, kærasta hans eignuðust sitt fyrsta barn nýlega.
Frjáls framlög til Bjarka og fjölskyldu:
Reikningur: 130-26-20898. Kt.: 120487-2729
Bjarki var í viðtali fyrir leikinn en hann var frábær knattspyrnumaður á yngri árum. ,,Ég var ekki verri en Rúrik á yngri árum, þó ferilinn hafi ekki farið sömu leið,“ sagði Bjarki.
Viðtaið og brot úr leiknum eru hér að neðan.