fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
433Sport

Fögnin byrjuðu ekki í Garðabænum: Andstæðingarnir voru ógeðslega pirraðir

Victor Pálsson
Föstudaginn 30. nóvember 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Gestur þáttarins í þessari viku er Tryggvi Guðmundsson, fimmfaldur Íslandsmeistari og markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Tryggvi átti magnaðan feril, hann var óþolandi leikmaður að mæta. Skoraði mikið og vann titla.

Tryggvi ræði skemmtilega tíma í Eyjum sumarið 1996 er liðið hafnaði í fjórða sæti deildarinnar.

Það vakti athygli á þeim tíma þegar leikmenn ÍBV byrjuðu að fagna mörkum sínum á skemmtilegan hátt.

Eitthvað sem Stjarnan gerði síðar frægt á YouTube en Tryggvi minnir fólk á að fjörið hafi byrjað í Eyjum.

,,Við vorum aldrei með eitthvað svona lið sem gæti orðið Íslandsmeistari en fyrir okkur að vera við toppinn allt í einu var bara mjög gott,“ sagði Tryggvi.

,,Við vorum fullir sjálfstrausts og höfðum rosalega gaman að þessu. Við byrjuðum til dæmis á fögnunum árið 1996.“

,,YouTube var ekki til þá og þá segja allir að Stjarnan hafi byrjað á fögnunum en við byrjuðum á þeim.“

,,Við vorum í einhverju svona down tímabili þar sem það voru tveir eða þrír tapleikir og við vorum að pæla í því hvað við ættum að gera.“

,,Það kemur upp: ‘Hey, reynum að vera jákvæðir og gera eitthvað jákvætt. Hvernig væri að fagna almennilega þegar við skorum og sýna hversu ánægðir við erum með mörkin’.

,,Ég viðurkenni það alveg að sum fögnin voru flott en sum voru alveg út úr kortinu. Sum tóku mínútu og maður sá að andstæðingarnir voru ógeðslega pirraðir: ‘Eru þeir ekki að fara að taka miðju?’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Seldur eftir mislukkað ár í London

Seldur eftir mislukkað ár í London
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle komið í bílstjórasætið eftir vendingar í dag?

Newcastle komið í bílstjórasætið eftir vendingar í dag?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýtt nafn í umræðuna eftir að Isak-kapallinn fór af stað

Nýtt nafn í umræðuna eftir að Isak-kapallinn fór af stað
433Sport
Í gær

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum
433Sport
Í gær

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli
433Sport
Í gær

Nunez gæti spilað í Evrópu í vetur

Nunez gæti spilað í Evrópu í vetur
433Sport
Í gær

Gráðugur Vinicius hafnaði boði Real – Vill fá meiri pening

Gráðugur Vinicius hafnaði boði Real – Vill fá meiri pening