Það voru margir hissa þegar stórstjarnan Cristiano Ronaldo skrifaði undir hjá Juventus í sumar.
Ronaldo lék áður með Real Madrid í níu ár og voru margir sem bjuggust við að hann myndi enda ferilinn þar.
Ronaldo raðaði inn mörkum fyrir spænska stórliðið en hann kom þangað frá Manchester United árið 2009.
Massimiliano Mirabelli, fyrrum stjórnarformaður AC Milan, staðfesti það í dag að Ronaldo hafi verið nálægt því að ganga í raðir félagsins.
Allt gekk eins og í sögu þar til eigendaskipti áttu sér stað hjá Milan og vildu nýju eigendurnir ekki sjá kaupin ganga í gegn.
Ronaldo samdi þess í stað við meistarana í Juventus og hefur byrjað feril sinn af miklum krafti á Ítalíu.