Hannes Þór Halldórsson upplifði algjöra martröð í Evrópudeildinni í kvöld er hann lék með liði Quarabag.
Quarabag hefur verið í basli í Evrópudeildinni en vann þó síðasta leik sinn 1-0 gegn Vorskla Poltava.
Sporting Lisbon mætti til Azerbaijan í kvöld og valtaði yfir Hannes og félaga.
Hannes þurfti að sækja boltann sex sinnum í netið en Sporting hafði að lokum betur 6-1. Quarabag er úr leik í keppninni.
Í sama riðli áttust við Vorskla og Arsenal. Arsenal hafði betur örugglega 3-0 en liðið stillti upp mjög ungu liði í kvöld.
Arsenal er með 13 stig í efsta sætinu í riðli E og Sporting í öðru sætinu með 10 stig. Bæði lið fara í 32-liða úrslit.
Guðlaugur Victor Pálsson lék með liði Zurich sem tapaði óvænt 2-1 gegn AEK Larnaca frá Kýpur. Zurich var þó komið í 32-liða úrslit og skiptir tapið ekki miklu máli.
Quarabag 1-6 Sporting
0-1 Bas Dost(víti, 5′)
1-1 Wilde-Donald Guerrier(14′)
1-2 Bruno Fernandes(20′)
1-3 Nani(33′)
1-4 Abdoulay Diaby(65′)
1-5 Bruno Fernandes(75′)
1-6 Abdoulay Diaby(82′)
Vorskla Poltava 0-3 Arsenal
0-1 Emile Smith-Rowe(11′)
0-2 Aaron Ramsey(víti, 27′)
0-3 Joseph Willock(41′)
Zurich 1-2 AEK Larnaca
0-1 Apostolos Giannou(38′)
1-1 Salim Khelifi(75′)
1-2 Ivan Trickovski(85′)