fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Hannes upplifði martröð gegn Sporting – Arsenal vann öruggan sigur

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 19:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson upplifði algjöra martröð í Evrópudeildinni í kvöld er hann lék með liði Quarabag.

Quarabag hefur verið í basli í Evrópudeildinni en vann þó síðasta leik sinn 1-0 gegn Vorskla Poltava.

Sporting Lisbon mætti til Azerbaijan í kvöld og valtaði yfir Hannes og félaga.

Hannes þurfti að sækja boltann sex sinnum í netið en Sporting hafði að lokum betur 6-1. Quarabag er úr leik í keppninni.

Í sama riðli áttust við Vorskla og Arsenal. Arsenal hafði betur örugglega 3-0 en liðið stillti upp mjög ungu liði í kvöld.

Arsenal er með 13 stig í efsta sætinu í riðli E og Sporting í öðru sætinu með 10 stig. Bæði lið fara í 32-liða úrslit.

Guðlaugur Victor Pálsson lék með liði Zurich sem tapaði óvænt 2-1 gegn AEK Larnaca frá Kýpur. Zurich var þó komið í 32-liða úrslit og skiptir tapið ekki miklu máli.

Quarabag 1-6 Sporting
0-1 Bas Dost(víti, 5′)
1-1 Wilde-Donald Guerrier(14′)
1-2 Bruno Fernandes(20′)
1-3 Nani(33′)
1-4 Abdoulay Diaby(65′)
1-5 Bruno Fernandes(75′)
1-6 Abdoulay Diaby(82′)

Vorskla Poltava 0-3 Arsenal
0-1 Emile Smith-Rowe(11′)
0-2 Aaron Ramsey(víti, 27′)
0-3 Joseph Willock(41′)

Zurich 1-2 AEK Larnaca
0-1 Apostolos Giannou(38′)
1-1 Salim Khelifi(75′)
1-2 Ivan Trickovski(85′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Wilshere að snúa aftur?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hafa litla trú á íslensku liðunum

Hafa litla trú á íslensku liðunum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín
433Sport
Í gær

Virðist vera að fá útgönguleið frá Liverpool

Virðist vera að fá útgönguleið frá Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum