fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
433Sport

Skoruðu fjögur mörk á Nou Camp og unnu Barcelona

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 17:08

Barcelona 3-4 Real Betis
0-1 Firpo Junior(20′)
0-2 Joaquin(34′)
1-2 Lionel Messi(víti, 67′)
1-3 Giovani Lo Celso(71′)
2-3 Arturo Vidal(79′)
2-4 Sergio Canales(83′)
3-4 Lionel Messi(94′)

Barcelona tapaði sínum öðrum leik í spænsku úrvalsdeildinni í dag er liðið fékk Real Betis í heimsókn.

Betis hefur verið í töluverðu basli á tímabilinu og var í 16. sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag.

Gestirnir voru þó frábærir á Nou Camp og skoruðu fjögur mörk. Liðið hafði að lokum betur 4-3.

Betis leiddi 2-0 í fyrri hálfleik áður en Lionel Messi lagaði stöðuna fyrir Börsunga úr vítaspyrnu.

Giovani Lo Celso skoraði svo þriðja mark Betis áður en Arturo Vidal minnkaði aftur muninn fyrir heimamenn.

Sergio Canales bætti við fjórða marki Betis stuttu seinna en Messi gerði svo sitt annað mark í blálokin og lokastaðan, 4-3.

Barcelona er enn á toppnum þrátt fyrir tapið en er aðeins einu stigi á undan Alaves og Atletico Madrid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sheikh Khalifa hefur mikla trú á Heimi: Lofar fjármunum og ætlar að gera allt til þess að styðja hann

Sheikh Khalifa hefur mikla trú á Heimi: Lofar fjármunum og ætlar að gera allt til þess að styðja hann
433Sport
Í gær

Eiður Smári veit hverjum Liverpool á að þakka: 2018 útgáfan af 2005

Eiður Smári veit hverjum Liverpool á að þakka: 2018 útgáfan af 2005
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gengur illa hjá Gylfa á vítapunktinum – Tölfræðin versnar

Gengur illa hjá Gylfa á vítapunktinum – Tölfræðin versnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu nýtt húðflúr Neves – Hann elskar félagið sitt

Sjáðu nýtt húðflúr Neves – Hann elskar félagið sitt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Besta íslenska landslið allra tíma: Magnús Már velur sitt lið – ,,Grjótharðir miðverðir“

Besta íslenska landslið allra tíma: Magnús Már velur sitt lið – ,,Grjótharðir miðverðir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu þegar Bjarni Ben slasaði sig um helgina ,,Ég er eftir atvikum sæmilegur“

Sjáðu þegar Bjarni Ben slasaði sig um helgina ,,Ég er eftir atvikum sæmilegur“