fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
433Sport

Nokkuð þægilegt hjá City í grannaslagnum – Arsenal lenti í veseni

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 18:25

Stórleikur Manchester City og Manchester United var nú að klárast en grannarnir áttust við á Etihad vellinum.

Það voru heimamenn í City sem höfðu betur í kvöld en liðið var í heildina litið mun sterkari aðilinn.

Eitt mark var skorað í fyrri hálfleik en það gerði David Silva fyrir City á 12. mínútu leiksins.

Sergio Aguero bætti við öðru snemma í síðari hálfleik áður en Anthony Martial minnkaði muninn fyrir United úr vítaspyrnu.

Ilkay Gundogan gerði svo alveg út um leikinn undir lokin og fer City í efsta sæti deildarinnar. Liðið er tveimur stigum á undan Liverpool.

Arsenal lenti í smá basli á sama tíma er liðið fékk nýliða Wolves í heimsókn á Emirates völlinn.

Ivan Cavaleiro kom Wolves yfir snemma leiks og var liðið með forystuna þar til fjórar mínútur voru eftir.

Varamaðurinn Henrikh Mkhitaryan reyndist þá hetja Arsenal er hann jafnaði metin og tryggði liðinu stig.

Manchester City 3-1 Manchester United
1-0 David Silva(12′)
2-0 Sergio Aguero(48′)
2-1 Anthony Martial(víti, 58′)
3-1 Ilkay Gundogan(86′)

Arsenal 1-1 Wolves
0-1 Ivan Cavaleiro(13′)
1-1 Henrikh Mkhitaryan(86′)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sheikh Khalifa hefur mikla trú á Heimi: Lofar fjármunum og ætlar að gera allt til þess að styðja hann

Sheikh Khalifa hefur mikla trú á Heimi: Lofar fjármunum og ætlar að gera allt til þess að styðja hann
433Sport
Í gær

Eiður Smári veit hverjum Liverpool á að þakka: 2018 útgáfan af 2005

Eiður Smári veit hverjum Liverpool á að þakka: 2018 útgáfan af 2005
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gengur illa hjá Gylfa á vítapunktinum – Tölfræðin versnar

Gengur illa hjá Gylfa á vítapunktinum – Tölfræðin versnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu nýtt húðflúr Neves – Hann elskar félagið sitt

Sjáðu nýtt húðflúr Neves – Hann elskar félagið sitt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Besta íslenska landslið allra tíma: Magnús Már velur sitt lið – ,,Grjótharðir miðverðir“

Besta íslenska landslið allra tíma: Magnús Már velur sitt lið – ,,Grjótharðir miðverðir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu þegar Bjarni Ben slasaði sig um helgina ,,Ég er eftir atvikum sæmilegur“

Sjáðu þegar Bjarni Ben slasaði sig um helgina ,,Ég er eftir atvikum sæmilegur“