fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
433Sport

Tæpur milljarður í kostnað vegna þátttöku karlalandsliðsins á HM

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. október 2018 08:42

Það kostaði 903 milljónir að senda karlalandsliðið til þáttöku á Heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar.

KSÍ fékk 1,2 milljarð frá FIFA fyrir þáttöku sína en búið er að deila út 200 milljónum til félaga í landinu.

Kostnaðurinn er minni en áætlað var en þar var gert ráð fyrir að kostnaðurinn yrði 914 millljónir.

,,Framkvæmdastjóri kynnti drög að 6 mánaða uppgjöri sambandsins. Samkvæmt því uppgjöri eru rekstrargjöld 40% af áætlun ársins en hafa ber í huga að stórir útgjaldaliðir falla á seinni hluta ársins,“ segir í fundargerð KSÍ.

Í þessum kostnaði er allur ferðakostnaður, gisting og bónusar leikmanna og starfsmanna, auka annara útgjalda.

,,Framkvæmdastjóri kynnti drög að HM uppgjöri. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að kostnaður við
þátttöku Íslands á HM væri 914 milljónir en miðað við bráðabirgðauppgjör er kostnaður um 903 milljónir. Stjórn lýsti yfir ánægju með vandaða fjárhagsáætlun fyrir HM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Heimir er mættur til Katar – Er að taka við liði

Sjáðu myndina: Heimir er mættur til Katar – Er að taka við liði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur nálægt því að komast til Manchester – Tók heimskulega ákvörðun

Þorvaldur nálægt því að komast til Manchester – Tók heimskulega ákvörðun
433Sport
Fyrir 3 dögum

Chelsea fyrsta liðið til að sigra Manchester City – Liverpool á toppnum

Chelsea fyrsta liðið til að sigra Manchester City – Liverpool á toppnum
433Sport
Fyrir 3 dögum

Manchester United skoraði fjögur – Torreira hetjan á Emirates

Manchester United skoraði fjögur – Torreira hetjan á Emirates