fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Emil kynntist mafíósum á Ítalíu: Forsetinn púaði vindil í andlit hans – Gekk að leikmönnum með hníf – ,,Eins og í Godfather mynd“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. október 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Hallfreðsson miðjumaður Frosinone á Ítalíu og íslenska landsliðsins, er í skemmtilegu spjalli við Snorra Björnsson, í hlaðvarpsþætti hans.

Snorri hefur vakið athygli fyrir þátt sinn undanfarið en þar hefur hann fengið góða gesti til sín í spjall.

Emil segir skemmtilega sögu frá tíma sínum í Reggina á Ítalíu en félagið keypti hann árið 2007 frá Lyn í Noregi. Liðið er á Suður-Ítalíu þar sem mafíósar geta verið áberandi.

,,Ég var seldur til Lyn í Noregi frá Tottenham, þremur vikum síðar kaupir Reggina mig. Ég fæ símtal að lið í úrvalsdeildinni á Ítalíu vilji fá mig, Búinn að vera þarna í þrjár vikur og bjó hjá Indriða (Sigurðssyni). Þeir segja mér að forseti liðsins sé að koma til Osló og vilji hitta mig,“ segir Emil í viðtalinu.

Meira:
Er í dag einn besti knattspyrnumaður í heimi – Fyrir nokkrum árum þurfti Emil að gefa honum netpung og pening

Indriði sem var í herbúðum Lyn fór þá með Emil að hitta forseta Reggina sem mætti þeim með vindil að vopni.

,,Indriði keyrði mig á hótel þar sem forsetinn var, þá birtust bara tveir ítalskir gaurar. Forsetinn var með vindil í höndinni og kunni ekkert í ensku, hann var með vindilinn og púaði framan í mig. Þetta var eins og í Godfather mynd, ég þarna einn og umboðsmaðurinn er á Íslandi. Þeir vildu hitta mig, svo var maður með forsetanum sem var í kringum fimmtugt. Talaði rosalega lélega ensku, þeir reyndu að útskýra hlutina fyrir mér og bjóða mér samning á staðnum. Forsetinn alltaf að púa vindilinn framan í mig og ég lét mig bara hverfa eftir fyrsta fund, mér leist ekkert á þetta. Þeir ætluðu að láta mig skrifa undir þarna, ég hélt að það væri verið að gabba mig.“

Umboðsmaður Emils kom svo til Noregs og fundaði með forsetanum, Emil ákvað að kýla á þetta.

,,Síðan kemur umboðsmaðurinn yfir og þá fara viðræður í gang, þá er ég ekki að tala við forsetann, umboðsmaðurinn sér um það. Við ákváðum að stökkva á þetta, þetta var gæfuspor fyrir ferilinn.“

Upplifun Emils í Reggina var ekki alltaf góð en mafíósa stemming var í kringum þá sem stjórnuðu klúbbnum.

,,Ég var kominn í klúbb sem var nánast með mafíósa sem forseta liðsins. Það gekk illa á tímabili, hann var alltaf með fundi, var alltaf að koma inn í klefa, sextugur gæi. Það var borð í miðjunni í klefanum, hann kom inn í klefa og hélt á hníf sem við skárum ávexti með, hann var beittur. Hann labbaði um með hnífinn, og það þurftu allir að horfa í augun á honum. Hann labbaði um og skellti hnífnum í borðið, ég skildi ekki það sem hann sagði. Ég skildi að hann væri með hníf og skildi að maður ætti að horfa í augun á honum. Við þurftum allan tímann að horfa í augun á honum. Þetta var þung stemming, þar kynntist ég hótel refsingum,“ sagði Emil en þekkt er að ítölskum liðum sé refsað með því að gista á hóteli í fleiri daga ef illa gengur.

Síðan kom að því að varaforseti liðsins var handtekinn vegna tengsla við mafíu.

,,Varaforsetinn var flottur gaur, maður hélt oft að þeir væru mafíósar, þremur eða fjórum árum eftir að ég fer þá kemur í Gazzetta dello Sport, að varaforsetinn hafi verð handtekinn og vegna þess að hann var viðriðinn Drago Dan mafíuna á Ítalíu. Mafían er þekkt á Suður-Ítalíu. Þú verður ekkert var við hana og verður lítið var við lögreglu. Það var einn veitingastaður þarna sem ég fór alltaf á og ég var orðinn góður vinur eigandans, hann sagði mér einu sinni að hann þurfti að borga mafíunni í hverjum mánuði, fyrir að vera með veitingastaðinn. Einhver tíund, ef hann myndi ekki borga, þá yrði staðurinn brenndur. Hann er að kaupa sér frið, þú finnur ekkert fyrir þessu. Þetta er menningin, magnað, ef maður pælir í þessu. Þú veist ekkert af þessu, þú finnur lítið fyrir glæpum. Ég fann lítið fyrir því.“

Viðtal Snorra við Emil má hlusta á hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Botnlaus eyðsla Arteta án þess að vinna titla – Svona er samanburðurinn við aðra

Botnlaus eyðsla Arteta án þess að vinna titla – Svona er samanburðurinn við aðra
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svona er Ruben Amorim sagður horfa á miðsvæðið hjá United í vetur

Svona er Ruben Amorim sagður horfa á miðsvæðið hjá United í vetur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Krakkarnir kölluðu hann rottu þegar hann mætti til vinnu í gær

Krakkarnir kölluðu hann rottu þegar hann mætti til vinnu í gær