fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
433Sport

,,Þá er maður samt eins og vanþakklátur krakki á jólunum“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. október 2018 08:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Eyjólfsson miðjumaður Breiðabliks var einn besti leikmaður Pepsi deildar karla í sumar.

Gísli var fastamaður í liði Blika sem endaði í öðru sæti í bæði Pepsi deildinni og Mjólkurbikarnum.

Erlend lið hafa lengi haft augastað á Gísla og í sumar gat hann farið til Lilleström í Noregi.

„Það var mjög óheillandi því ég ætlaði mér að verða bikarmeistari og Íslandsmeistari, svo ég hafði ekki áhuga á að fara eitthvað að láni á þessum tímapunkti,“ segir Gísli í viðtali við Morgunblaðið.

Fleiri norsk lið hafa sýnt Gísla áhuga en hann hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á að fara til Noregs.

„Mér finnst það eiginlega ekki … en þá er maður samt eins og vanþakklátur krakki á jólunum. Auðvitað vill maður fara út frá Íslandi og prófa þetta. Þá get ég bara komið til baka ef það gengur ekki nægilega vel. En ég er ekki að stressa mig.“

Hann segir það nú undir Breiðablik og umboðsmanni sínum komið hvað gerist.

„Í fyrra var alltaf talað um að maður þyrfti að taka annað gott tímabil til að sýna stöðugleika, og mér finnst ég hafa sýnt hann. Núna er þetta undir umboðsmönnum og Breiðabliki komið. Það hefur verið stefnan síðan maður var lítill að fara í atvinnumennsku og það er kannski raunhæfara nú en áður,“ sagði Gísli við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Arnar var hræddur og þorði ekki að fara: ,,Hættu þessu væli og drullaðu þér út!“

Arnar var hræddur og þorði ekki að fara: ,,Hættu þessu væli og drullaðu þér út!“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ást á ensku tuðrusparki: Þetta eru liðin sem íslenskir íþróttafréttamenn styðja

Ást á ensku tuðrusparki: Þetta eru liðin sem íslenskir íþróttafréttamenn styðja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mynd: Rooney áfram með hringinn sinn en eiginkonan ekki

Mynd: Rooney áfram með hringinn sinn en eiginkonan ekki
433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðunn Blöndal svarar fyrir samsæriskenningar: ,,Þessi djókur fer að verða þreyttur“

Auðunn Blöndal svarar fyrir samsæriskenningar: ,,Þessi djókur fer að verða þreyttur“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Þjálfar hjá félagi í úrvalsdeildinni og var settur í bann: Ásakaður um einelti

Þjálfar hjá félagi í úrvalsdeildinni og var settur í bann: Ásakaður um einelti
433Sport
Fyrir 3 dögum

Knattspyrnumennirnir sem fólk hugsar um í rúminu: Fyrsta sætið kemur ekki á óvart

Knattspyrnumennirnir sem fólk hugsar um í rúminu: Fyrsta sætið kemur ekki á óvart