fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Hólmar vill fá fólk á völlinn: Það getur skilið á milli

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. október 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmar Örn Rúnarsson, landsliðsmaður, segir að leikmenn megi vera bjartsýnir eftir frammistöðuna í 2-2 jafntefli gegn Frökkum á fimmtudag.

Ísland undirbýr sig nú fyrir leik gegn Sviss í Þjóðadeildinni á mánudag en Sviss hafði betur í fyrri leik liðanna 6-0.

,,Ég held við getum verið bjartsýnir. Við sýndum það gegn heimsmeisturunum að við getum staðið í þeim. Ef við spilum á okkar svona ‘core values’ þá getum við gert ansi vel gegn góðum andstæðingum,“ sagði Hólmar.

,,Það er aðeins öðruvísi [að spila í bakverði], það eru töluvert meiri hlaup og öðruvísi einvígi og öðruvísi leikmenn sem þú mætir. Þetta er annar leikur.“

,,Mér fannst ég komast ágætlega frá þessu en auðvitað eru hlutir sem maður vildi gera betur en svona heilt yfir var þetta fínt.“

,,Ég held að það þurfi ekki að mótivera menn extra upp í þennan leik. Við eigum harm að hefna og þurfum að sýna það að síðasti leikur hafi verið frávik.“

,,Það væri ákjósanlegt að fá fullan völl og það gefur mikið af sér þegar þú sérð fullar stúkur á hvorri hlið. Það getur skilið á milli.“

Nánar er rætt við Hólmar hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer