fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Fann Mourinho hágrátandi í liðsrútunni

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. október 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur unnið ófáa titla á ferlinum og upplifði til að mynda ótrúlegt ár með Inter Milan á sínum tíma.

Mourinho vann þrennuna með Inter árið 2010 en liðið vann ítalska bikarinn, Serie A og Meistaradeildina.

Tronchetti Provera, fyrrum stjórnarformaður Inter, hefur nú tjáð sig um atvik sem átti sér stað eftir leik við Siena í deildinni þann 5. maí.

Inter tryggði sér deildarmeistaratitilinn með sigri í þeim leik og átti aðeins einn leik eftir á tímabilinu, gegn Bayern Munchen í úrslitum Meistaradeildarinnar.

,,Beint eftir leikinn gegn Siena þá leitaði ég að Mourinho en fann hann hvergi,“ sagði Provera.

,,Hann hafði bara horfið. Að lokum þá fann ég hann liggjandi í liðsrútunni hágrátandi, alveg einan. Hann var alveg búinn á því.“

,,Við unnum undanúrslit Meistaradeildarinnar gegn Barcelona. Við fórum í úrslitaleikinn mjög rólegir og fullir sjálfstrausts því við höfðum nú þegar afrekað eitthvað magnað.“

,,Það var augnablikið þar sem við áttuðum okkur á því að við gætum unnið Meistaradeildina með fullan völl San Siro á bakvið okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester
433Sport
Í gær

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“
433Sport
Í gær

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum
433Sport
Í gær

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze