fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Jón Daði að rifna úr stolti af pabba sínum – ,,Vinnuframlag þitt fór ekki framhjá neinum og þú hélst alltaf áfram“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 16:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Daði Böðvarsson er einn heitasti íslenski leikmaðurinn í dag en hann spilar með Reading á Englandi.

Jón hefur raðað inn mörkum fyrir Reading á tímabilinu en hann er þó að glíma við meiðsli þessa stundina.

Íslenska landsliðið spilar við Frakkland í æfingaleik í kvöld og mun Jón ekki taka þátt í þeim leik.

Jón setti inn skemmtilega færslu á Facebook síðu sína í gær þar sem hann ræðir föður sinn, Böðvar Þorsteinsson.

Böðvar er að fara gefa út bókina ‘Eins og skot’ og samkvæmt Jóni hefur hann unnið að þessari bók í mörg ár.

Jón segist vera gríðarlega stoltur af föður sínum og hvetur alla til þess að mæta í útgáfuteiti á morgun, þann 12. október.

,,Faðir minn Böðvar Þorsteinsson er að fara gefa út bókina sína “Eins og skot” núna á föstudaginn 12. október. Það verður útgáfuteiti 12.október milli kl 17 & 19 í verslun Hlað. Gaman væri að sjá sem flesta!“ skrifaði Jón á Facebook.

,,Pabbi er búinn að vera að vinna við þessa bók í mörg ár og mæli ég eindregið með henni fyrir allt áhugafólk um skotveiði og hleðslu riffilskota.“

,,Ég er óendanlega stoltur af þér pabbi minn. Vinnuframlag þitt fór ekki framhjá neinum og þú hélst alltaf áfram. Núna er að njóta árangursins, til hamingju“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United var til í að selja en Sancho neitar að fara

United var til í að selja en Sancho neitar að fara
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Árangur Amorim sá versti í 16 ár

Árangur Amorim sá versti í 16 ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Í gær

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA