fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Var þetta upphafið að „hruni“ íslenska landsliðsins? – ,,Ferðin til Katar fór illa í gamla skólann“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, stundum kallaður Dr. Football hefur farið mikinn í hlaðvarpsþætti sínum sem hefur verið í gangi síðustu vikur.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var til umræðu en liðinu hefur ekki vegnað vel síðasta árið.

Íslenska liðið hefur ekki unnið alvöru leik í slétt ár, liðið vann Kósóvó fyrir ári og tryggði sig inn á HM í Rússlandi.

Síðan þá hefur A-landsliðið ekki unnið leik en liðið náði þó frábæru stigi gegn Argentínu á HM. Síðan þá hefur verið brekka. Ljóst er þó að liðið getur vel snúið við taflinu og farið á EM árið 2020.

,,Þeir eru búnir að vera úti að leika sér í heilt ár, þetta byrjaði allt á þessari Katar ferð,“ sagði Hjörvar í mjög léttum tón í þætti sínum í dag og heyra mátti að honum var kannski ekki full alvara með orðum sínum.

Þar var hann að tala um ferð til Katar í nóvember á síðasta ári, þar spilaði landsliðið tvo leiki og naut lífsins. ,,Sú ferð var eins og Instagram stjörnur saman á ferðalagi í nóvember í fyrra, það fór illa í gamla skólann.“

,,Við erum alltaf sitjandi á einhverjum úlföldum, er ekki búið að vera full mikill leikaraskapur? Þurfum við ekki að fara að setjast niður og vinna. Ég er löngu búinn að greina þetta vesen.“

Umræðuna má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tsimikas að yfirgefa Liverpool

Tsimikas að yfirgefa Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Ótrúlegur leikur í Mosfellsbæ

Besta deildin: Ótrúlegur leikur í Mosfellsbæ
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar
433Sport
Í gær

England: Chelsea byrjar á jafntefli – Wood með tvennu í fyrsta leik

England: Chelsea byrjar á jafntefli – Wood með tvennu í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum