fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Finnst verðlag KSÍ furðulegt – ,,Of dýrt fyrir vöruna sem KSÍ er að selja“

Victor Pálsson
Mánudaginn 8. október 2018 19:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur illa hjá knattspyrnusambandi Íslands að selja miða á leik gegn Sviss í Þjóðadeildinni í næstu viku.

Mikið stuð hefur verið í kringum karlalandsliðið undanfarin ár eftir keppni á EM 2016 og HM fyrr á þessu ári.

Gengi Íslands undanfarið hefur hins vegar ekki verið gott og vann liðið síðast keppnisleik fyrir ári síðan.

Ísland mætti Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni nýlega og tapaði þeim leikjum stórt. Staðreyndin er sú að liðið er ekki að spila eins vel og undanfarin ár.

Guðni Rúnar Gíslason, hagfræðingur, fer yfir málin á Twitter síðu sinni en KSÍ er að rukka minnst 3,500 krónur fyrir miða á leikinn gegn Sviss á Laugardalsvelli.

,,Þetta snýst því ekki bara um að fólk sé að snúa baki við liðinu. Miðarnir eru bara of dýrir fyrir vöruna sem KSÍ er að selja,“ skrifar Guðni á meðal annars.

Hæsta miðaverð á Laugardalsvöll er 7,500 krónur en búast má við að það verði ekki uppselt á leikinn á mánudaginn næstkomandi. Í síðustu viku var greint frá því að aðeins 2000 miðar væru seldir.

,,Þetta hefði mögulega gengið ef við hefðum dregiðst á móti meira spennandi þjóðum,“ bætir Guðni við.

,,Sviss er ekki Spánn eða England. Bottom line: KSÍ er að sjá hámark á hvað hægt er að rukka fyrir miðana.“

Hér má sjá færslur Guðna í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Máni ómyrkur í máli eftir vendingar síðustu daga – „Þú hefur kannski ekki sinnt þínu starfi almennilega“

Máni ómyrkur í máli eftir vendingar síðustu daga – „Þú hefur kannski ekki sinnt þínu starfi almennilega“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ramsey kominn til Newcastle

Ramsey kominn til Newcastle
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bandaríkjamaðurinn reiður eftir tilboðið: ,,Blaut tuska í andlitið“

Bandaríkjamaðurinn reiður eftir tilboðið: ,,Blaut tuska í andlitið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford
433Sport
Í gær

Bíður og bíður eftir Chelsea

Bíður og bíður eftir Chelsea
433Sport
Í gær

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær