fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

,,Biluð frammistaða frá 43 ára gömlum leikmanni“

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. september 2018 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hart barist á Laugardalsvelli í kvöld er Stjarnan og Breiðablik áttust við í hörkuleik.

Um var að ræða úrslitaleik Mjólkurbikarsins þetta árið og voru það Stjörnumenn sem höfðu betur að lokum.

Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og ekki í framlengingu og hafði Stjarnan að lokum betur eftir vítakeppni.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks er ótrúlegt eintak. 43 ára gamall en sjaldan verið betri, átti eina ótrúlega vörslu í fyrri hálfleik. Varsla í heimsklassa. Hann tók svo aðra á síðustu mínútu uppbótartíma, biluð frammistaða.

Í marki Stjörnunnar var Haraldur Björnsson sem gerði einnig vel þegar Stjarnan þurfi á honum að halda. Frábær varsla frá Arnóri Gauta í vítaspyrnukeppninni.

Stemmingin á vellinum var góð, veðrið var ekki merkilegt en úrslitaleikur í flóðljósum var hressandi.

Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins var frábær í leiknum.

Sigur Stjörnunnar var í raun verðskuldaður að lokum, fengu fleiri hættuleg færi til að vinna leikinn.

Mínus:

Óttinn við að tapa var meiri en viljinn til að vinna og þess vegna var leikurinn hálf leiðinlegur á stórum kafla framan af leik.

Guðjón Baldvinsson fór afar illa með frábært færi þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Var mjög illa klárað.

Það voru vonbrigði að sjá tvo hæfileikaríkustu leikmenn vallarins, Hilmar Árna Halldórsson og Gísla Eyjólfsson oft týnda í leiknum. Gisli sást stundum en Hilmar minna.

Það var allt ósannfærandi við aðhlaup Olivers Sigurjónssonar í vítaspyrnukeppninni, var stressaður og skaut langt yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal
433Sport
Í gær

City hefur samband við Donnarumma

City hefur samband við Donnarumma
433Sport
Í gær

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Í gær

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Í gær

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba