Crystal Palace fékk til sín miðjumanninn Max Meyer í gær en hann kom til liðsins á frjálsri sölu.
Meyer skrifaði undir þriggja ára samning við Palace en hann hefur undanfarin ár leikið með Schalke í Þýskalandi.
Palace gerði ansi klaufaleg mistök er liðið kynnti Meyer til leiks á heimasíðu sinni.
Þar var farið aðeins yfir feril Meyer en myndin sem fylgdi var af Joshua Kimmich, leikmanni Bayern Munchen.
Kimmich og Meyer eiga það sameiginlegt að hafa þótt gríðarlega efnilegir og spiluðu báðir ungir með þýska landsliðinu.
Hér fyrir neðan má sjá myndina sem Palace notaði en þar má sjá Kimmich í treyju þýska landsliðsins.