Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill bæta við sig miðjumanni áður en félagaskiptaglugginn á Englandi lokar.
Nú styttist ólmur í það að glugginn fyrir ensk úrvalsdeildarfélög loki en það gerist 9. ágúst næstkomandi.
Miðjumaður Real Madrid, Mateo Kovacic, hefur verið orðaður við United en hann er líklega á förum í sumar.
Samkvæmt spænskum miðlum hefur United haft samband við Real en Króatinn vill ekki fara á Old Trafford.
Samkvæmt þessum fregnum telur Kovacic að hann muni ekki passa inn í leikstíl Mourinho hjá félaginu.
Þessi 24 ára gamli leikmaður vill fá að spila reglulega en hann er verðmetinn á 54 milljónir punda.