Valur 3-0 Santa Coloma (3-1 samanlagt)
1-0 Sigurður Egill Lárusson(53′)
2-0 Bjarni Ólafur Eiríksson(63′)
3-0 Andri Adolphsson(92′)
Valur er komið í næstu umferð Evrópudeildarinnar eftir leik við Santa Coloma frá Andorra í kvöld.
Valsmenn töpuðu fyrri leiknum nokkuð óvænt í Andorra 1-0 en sneru einvíginu við í Reykjavík.
Valsmenn tóku forystuna í leiknum á 53. mínútu leiksins í kvöld er Sigurður Egill Lárusson náði að pota boltanum í netið.
Stuttu síðar fengu Valsmenn aukaspyrnu fyrir utan teig og úr henni skoraði Bjarni Ólafur Eiríksson en skot hans fór af varnarmanni og inn.
Andri Adolphsson kláraði svo leikinn fyrir Valsmenn með marki í uppbótartíma og lokastaðan í kvöld, 3-0.
Valur mætir því liði Sheriff Tiraspol frá Moldavíu í næstu umferð sem verður skemmtilegt verkefni fyrir þá rauðu.