Harry Maguire, leikmaður Leicester, hefur sterklega verið orðaður við Manchester United í sumar.
Maguire er sagður efstur á óskalista Jose Mourinho en Portúgalinn vill bæta við sig varnarmanni.
Wes Brown, fyrrum leikmaður United, vonar að liðið geri allt til að tryggja sér enska varnarmanninn í sumar.
,,Maguire átti frábært mót og hann hefur verið mjög góður fyrir Leicester síðan hann kom frá Hull,“ sagði Brown.
,,Hann hefur sýnt það að hann getur spilað á þessu sviði. Manchester United þarf svona leikmann. Hann þekkir deildina og hvað þarf að gera.“
,,Ég tala aldrei um peningana því ef leikmaður mun styrkja þig þá er verðið það sem það er. Það eina sem ég hugsa um er hvort hann yrði góður fyrir liðið og hann er það klárlega.“