FH 0-1 Hapoel Haifa(1-2 samanlagt)
0-1 Eli Elbaz(68′)
FH er úr leik í Evrópudeildinni eftir leik við ísraelska félagið Hapoel Haifa í Kaplakrika í kvöld.
FH var í nokkuð góðri stöðu fyrir leik kvöldsins en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Ísrael þar sem Eddi Gomes gerði eina mark FH.
Það dugði þó ekki til en FH tapaði leik kvöldsins með einu marki gegn engu og er úr leik samanlagt, 2-1.
Eli Elbaz skoraði eina mark leiksins fyrir þá ísraelsku í síðari hálfleik eftir að FH hafði annars fengið mjög góð færi í leiknum.
Heimamenn voru heilt yfir sterkari aðilinn og fengu ófá færi til að skora en inn vildi boltinn ekki.