Rafael Benitez, stjóri Newcastle, hefur miklar áhyggjur af sínu liði en nú styttist í að enska úrvalsdeildin fari af stað á ný.
Benitez og félagar töpuðu 4-0 fyrir Braga í æfingaleik í gær og er Spánverjinn alls ekki ánægður með stöðuna á liðinu.
,,Þetta var slæmur leikur, við gerðum ekki þá hluti sem við eigum að gera,“ sagði Benitez.
,,Það eru tíu dagar í að deildin hefjist að nýju og þetta þarf að vekja okkur. Við þurfum að átta okkur á því hvað er að.“
,,Hlutirnir eru ekki í lagi utan vallar og það er hægt að sjá það á spilamennskunni.“
Benitez var svo spurður út í það hvað hann væri að tala um og var svar hans einfalt, „Allt saman.“